Beauty Angel Ljós – Fallegri og yngri húð

Vísindalega sönnuð virkni

Húðin

Húð okkar er gerð úr þremur lögum. Ysta lag húðarinar, það sem við horfum á, nefnist húðþekja (e. epidermis), þar fyrir innan er leðurhúðin (e. dermis) og innsta lagið nefnist undirhúð (e. subcutaneous layer). Öll vinna þessi lög saman að því að halda húð okkur í góðu ástandi. Ung húð býr yfir miklum teygjanleika og getu til að halda í sér raka. Fyrr eða seinna fá þó allir einhverjar hrukkur og eru þær eðlilegur þáttur öldrunar.

hud

Yst á húðþekjunni er hornlag og er það að mestu gert úr þekjuvefsfrumum. Frumurnar eru dauðar yst á hornlaginu en dýpra eru þær lifandi og skipta sér stöðugt og endurnýja þannig ysta lagið. Húðfruma lifir að meðaltali í 20-50 daga. Hornlagið gegnir meðal annars því hlutverki að verja undirliggjandi hluta húðarinnar gegn örverum og vatni. Í húðþekjunni eru frumur sem mynda litarefnið melamín.

Leðurhúðin er aðallega gerð úr bandvef. (Bandvefur er stuðningur og uppfylling. Hann hefur byggingarhlutverk, varnarhlutverk og einnig viðgerðarhlutverk). Þar er einnig að finna taugaenda, æðar, smágerða vöðva, svita- og fitukirtla og hársekki. Á milli fruma í leðurhúðinni er millifrumuefni (extracellular matrix) og er það samsett af 3 megin flokkum:

  1. Fjölsykrukeðjur (glycosaminoglycans) GAG
  2. Trefjaprótein
  3. Glycoprótein

Teygjanleika leðurhúðar má þakka próteinþráðum sem heita elastín. Á milli fruma í leðurhúðinni er millifrumuefni (extracellular matrix) en ein meginuppistaða þess er hýalúronsýra (hyaluronic acid). Hana er að finna í nánast hverri einustu frumu líkamans.

Undirhúðin er aðallega mynduð úr fitufrumum sem mynda mjúkt og einangrandi lag húðarinar. Fitufrumurnar vernda gegn höggum og kulda í húðinni.

Hrukkur – Þegar aldurinn færist yfir okkur tapar leðurhúðin bæði elastíni sínu og kollageni. Einnig dregur líkaminn úr framleiðslu Hyaluronic-sýra. Leiðir það til þess að húðin þynnist og erfiðara reynist fyrir hana að halda í sér raka og koma honum til húðþekjunnar. Fita, sem er í undirhúð og gefur húðinni fyllingu, minnkar einnig með aldrinum. Þetta leiðir til þess að húðþekjan fer að hanga/síga og hrukkur myndast.

GlycosaminoglykönGAG (fjölsykrukeðjur) er uppistaða í millifrumuefni og stýrir sveimi efna. Meðal megin flokka GAG er Hyaluronic sýra.

Hýalúronsýra er náttúrulegt efni í húðinni sem minnkar með aldri. Hana er að finna í ýmsum bandvefjum og liðvökva. Hýalúrónsýra er afburða rakagjafi sem getur bundist þúsund sinnum eigin þyngd í vatni og það gerir hana að eitt helsta vatns bindiefni líkamans. Hýalúrónsýra getur líka stuðlað að myndun og viðhaldi kollagens sem er eitt mikilvægasta efni húðarinnar. Hún heldur því raka í húðinni og varðveitir þannig einnig rakastig kollagensins.

Trefjakímfrumur eru sérstök gerð húðfruma sem hafa það hlutverk að framleiða trefjar eins og kollagen, elastín og GAGs (glýkósamínóglýkön). Þessar trefjar gefa húðinni það form sem hún hefur og gera hana að auki þrýstna og teygjanlega. Því fleiri sem trefjakímfrumurnar eru, þeim mun unglegri er húðin.

Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans eða 25- 35% af heildarpróteini mannslíkamans. Kollagenið er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum mannslíkamans. Orðið kollagen er komið úr grísku en kolla þýðir lím. Það er því stundum kallað lím líkamans, því án kollagens myndu beinin ekki haldast saman. Í stuttu máli má segja að kollagen prótein sjái til þess að vefir líkamans haldist sterkir. Með aldrinum hrörnar líkaminn. Húð, brjósk, liðir, bein og vöðvar slakna og eldast. Kollagen stuðlar að endurnýjunarferli í bandvefjum ásamt því að örva umbrot frumna í brjóski og liðum og viðheldur þannig heilbrigði brjósks og bætir skemmt brjósk, t.d vegna slitgigtar eða íþróttameiðsla. Kollagen er einnig mjög stór hluti af uppbyggingu húðarinnar, hársins og naglanna. Kollagen heldur húðinni stinnri og sléttri og gerir fólki þannig kleift að halda lengur í unglegt útlit.

Í eðlilegri líkamsstarfsemi framleiðir líkaminn kollagen en um 25 ára aldurinn fer að hægjast verulega á þessari framleiðslu, eða að meðaltali um 1,5% á hverju ári. Þegar kollagen framleiðslan minnkar byrja vefir líkamans að veikjast og það fer að bera á ýmsum öldrunareinkennum. Við verðum aðeins stirðari og við finnum fyrir verkjum í liðum og liðamótum. Áhrifanna gætir einnig í húðinni því með minni kollagen framleiðslu byrja að myndast hrukkur í húðinni og teygjanleiki hennar minnkar.

Elastín er ein tegund próteins í líkamanum. Það viðheldur teyjanleika leðurhúðarinar. Elastín og kollagen eiga mestan þátt í að viðhalda unglegri og frísklegri húð og koma í veg fyrir hrukkur. Kollagen veitir húðinni styrk og elastín veitir henni mýkt.

Keratín – Hornlagið sem er yst í yfirhúðinni er að mestu gert úr þekjuvefsfrumum sem mynda efni sem nefnist keratín. Keratín eru teygjanlegir próteinþræðir sem verja undirliggjandi hluta húðarinnar gagnvart ýmsum efnum, örverum og ekki síst vatni.

Endorfín

Endorfín er hópur taugaboðefna sem heiladingullinn framleiðir og hefur meðal annars áhrif á öndun, veitir vellíðunartilfinningu og slær á líkamlegan sársauka og hefur því oft verið kallað morfín líkamans.

Beðmi

Beðmi gengur einnig undir heitinu sellulósi og er svonefnd fjölsykra. Það er mikilvægt byggingarefni í veggjum plöntufruma. Beðmi er algengasta lífræna fjölliðan sem fyrirfinnst í vistkerfi jarðar.

Sýnilegt ljós og innrautt ljós

Sýnilegt ljós er rafsegulbylgjur með bylgjulengd nokkurn veginn milli 700 til 400 nanómetra (nm.). Augu okkar eru aðeins næm fyrir mjög þröngu tíðnisviði rafsegulgeislunar, þ.e sýnilegu ljósi sem kallað er litróf. Við erum blind á alla aðra rafsegulgeislun. Innrautt ljós hefur bylgjulengd frá 1 millimetra niður í 700 nanómetra. Innrauðu ljósi er oft skipt í tvennt, nærinnrautt og fjærinnrautt. Nærinnrautt ljós liggur næst sýnilegu ljósi.

hud2

Mynd af rafsegulrófinu. Á myndinni sést vel hversu sýnilegt ljós er lítill hluti þess.

Nanómetri (táknað nm.) er mælieining fyrir lengd og jafngildir einum milljarðasta úr metra / 0.000000001 m eða 10-9 metri.

RLT (Red Light Technology)

RLT / Rauð ljósatækni þar sem flúrljós senda út geisla á bylgjulengdinni 611-650 nm. Virkt bil Beauty-Angel RLT ljóss / breitt virkt róf frá 611 nm. – 550 nm.

ELT (Energizing Light Technology)

ELT/orkugefandi ljósatækni sem geislar á bilinu 570-850 nm. Virkt bil Beauty-Angel ELT ljóss / breitt virkt róf frá 570 nm. allt að hámarki 850 nm.

Fylgstu með okkur á Facebook

Hafðu samband í síma 544-2422

Hér erum við!