Activate og Cultivate krem

ACTIVATE – virkjar og hjálpar, CULTIVATE – örvar og varðveitir

Nýju Beauty-Angel húðvörurnar voru sérstaklega þróaðar með kollagen ljósameðferðina í huga. Activate og Cultivate vinna með hvort öðru til að hámarka endurnýjun húðarinar. Húðvörurnar einar og sér hafa einnig gefið mjög góðan árangur og í samblandi við kollagen ljósin eru áhrifin einfaldlega framúrskarandi. Þar sem Beauty-Angel ljósin hjálpa húðinni að taka inn og nýta húðsnyrtivörur þá verður þú ekki svikin af þessum húðvörum. Beauty-Angel húðvörurnar eru samansettar af tveim vörum sem vinna í tengslum við hvora aðra:

 • ACTIVATE – virkjar og hjálpar og er ráðlagt að sé notað fyrir ljósameðferð
 • CULTIVATE – örvar og varðveitir og er ráðlagt að notað sé eftir ljósameðferð

Bæði kremin má einnig nota án ljósameðferðar og er þá Activate notað að morgni og Cultivate að kvöldi.
Activate og Cultivate kremin koma í þægilegum og fallegum umbúðum. 500 ml og 100 ml flöskum með pumpu. Einnig er hægt að fá kremin í 10 ml bréfum.

ACTIVATE – COLLAGEN BOOSTER

Activate er ofnæmisprófað, laust við öll ilmefni og hentar því fullkomlega til nota í ljósameðferð. Varan var þróuð sérstaklega til að styrkja bindivef húðarinnar, til að verja frumukjarnana og örva kollagenframleiðslu. Á þennan hátt gefur þetta kraftmikla „anti-aging“ krem sterka og unga húð sem hrindir frá sér skaðlegum ytri áhrifum.

 • Virkjar kraftmkla yngingu húðarinnar
 • Kraftmikil enduruppbygging húðarinnar
 • Örvar framleiðslu á nýju kollageni
 • Rakagefandi
 • Styrkir bindivef húðarinnar
 • Virk vernd frumukjarna
 • Ríkt af andoxunarefnum
 • Styrkjandi
 • Mild húðhreinsunaráhrif

Góð ráð:

Activate Collagen Booster er fullkomið fyrir alla sem leita eftir svolítilli “upplyftingu”. Virkar best að nota það á undan Beauty-Angel ljósameðferðinni. Mjög gott er að nota það samhliða Cultivate Collagen Intensifier.

Notið ásamt Beauty-Angel-Collagen ljósameðferð
Berðu kremið á þig áður en Beauty-Angel meðferðin hefst og þá sérstaklega á andlitið. Best er að húðin sé hrein. Settu hæfilegt magn á svæðið sem á að meðhöndla og nuddaðu því inn í húðina. Passaðu upp á að þú finnir alltaf fyrir kreminu á húðinni. Síðan skaltu hefja Beauty-Angel ljósameðferðina. Ljósin auðvelda kreminu að smjúga djúpt inn í húðina.

Notið heima
Berðu hæfilega mikið magn af kreminu á þig og nuddaðu því inn í húðina. Snúðu fingrinum í hringi þegar þú nuddar. Virku efnin hafa meiri áhrif ef þú hreinsar húðina vel áður en meðferð hefst. Best er að nota Activate að morgni til.

Activate og Cultivate saman
Með því að blanda saman Beauty-Angel ljósameðferð og Activate og Cultivate bætir þú ástand húðarinnar með afgerandi hætti þar sem dýpri húðlög eru örvuð og húðin virkar sterk og stinn. Sömuleiðis dregur úr hrukkum, húðin er vernduð gegn ytri öflum en dökkir blettir og litaraftsbreytingar hverfa.


CULTIVATE – COLLAGEN INTENSIFIER

Þegar við eldumst verða frumur okkar ekki eins virkar og áður. Það hægir á frumuskiptingu, húðin tapar kollageni sem leiðir til þess að hún þynnist og erfiðara reynist fyrir hana að halda í sér raka. En vísindinn hafa gert okkur það kleift að hægja á þessu hrörnunarferli. Cultivate var þróað til að gera húðina og andlitsútlínur líta sýnilega stinnari og betur út. Ríkt af andoxunarefnum sem vernda húðina gegn sindurefnum og skaðlegum umhverfisþáttum. Cultivate er frábært að nota eftir ljósameðferð.

 • Setur í gang öfluga yngingu húðarinar
 • Öflug endurnýjun húðarinnar • Örvar framleiðslu á nýju kollageni
 • Mýkir hrukkur
 • Virkar róandi
 • Styrkir bindivef húðarinnar
 • Ríkt af andoxunarefnum
 • Gefur húðinni fyllingu
 • Hreinsar húðina
 • Mýkir og sléttir húðina
 • Dregur úr öldrun

Góð ráð:

Cultivate Collagen Intensifier er fullkomið fyrir alla sem vilja virkari húðfrumur. Gott að nota eftir Beauty-Angel Collagen ljósameðferð og gott er að nota það samhliða Activate Collagen Booster.

Notið ásamt Beauty-Angel Collagen ljósameðferð
Berðu kreminu á þig eftir Beauty-Angel Collagen meðferðina. Settu hæfilegt magn á svæðið sem verið er að vinna á og nuddaðu því vel inn í húðina. Passaðu upp á að þú finnir alltaf fyrir smyrslinu á húðinni. Þannig snyrtirðu og örvar húðina. Húðin verður einnig vernduð fyrir neikvæðu streituáreiti.

Notið heima
Berðu hæfilega miklu magni af kreminu á þig og nuddaðu því inn í húðina. Snúðu fingrinum í hringi þegar þú nuddar. Virku efnin hafa meiri áhrif ef þú hreinsar húðina vel áður en meðferð hefst. Best er að nota Cultivate að kvöldi til.

Activate og Cultivate saman
Með því að blanda saman Beauty-Angel ljósameðferð og Activate og Cultivate bætir þú ástand húðarinnar með afgerandi hætti þar sem dýpri húðlög eru örvuð og húðin virkar sterk og stinn. Sömuleiðis dregur úr hrukkum, húðin er vernduð gegn ytri öflum en dökkir blettir og litaraftsbreytingar hverfa.

Fylgstu með okkur á Facebook

Hafðu samband í síma 544-2422

Hér erum við!