Viðtal við Alexander Wunch

um Beauty Angel Ljós ELT “INTENSIVE”

Viðtal við Alexander Wunch um Beauty Angel Ljós ELT “INTENSIVE”

Alexander Wunsch er læknir og sérfræðingur í ljósameðferð. Eftir að hafa numið læknisfræði lagði hann fyrir sig rannsóknir og þróun á náttúrulegri meðferð með lífeðlisfræðilegum grunni. Í dag einbeitir hann sér að ljósameðferð í læknis- og snyrtifræðilegum tilgangi. Frá 2006 til 2009 var hann forseti International Light Association (ILA), sem eru samtök ljósafræðinga með aðsetur í Noregi. Hann er meðlimur í þýsku ljósasamtökunum [Lichttechnische Gesellschaft (LiTG)] auk þess að halda fyrirlestra á sviðinu “Ljós og heilbrigði” í alþjóðlegu kandídatanámi í “Architectural Lighting Design” við háskólann í Wismar
Reglulega er vitnað í vísindalega sérfræðiþekkingu hans í fjölmiðlum.

Hvað nákvæmlega er hið nýja Beauty Angel Lys ELT “INTENSIVE”og hvað næst með því?

Beauty Angel notar mismunandi svið litrófsins til að örva endurnýjunarferilinn og blóðrás í húðinni. Ljósið virkar á öll lög húðarinnar, það er að segja líka á dýpstu lögin þar sem það bætir efnaskiptin. Það hefur áhrif á súrefnisupptöku og vatn- og orkujafnvægi. Þetta eru lykilatriði fyrir húð sem virkar frískleg og heilbrigð en einnig fyrir endurnýjun og yngingu húðarinnar. Snyrtivörur hafa áhrif á ytra borð húðarinnar, en ljósið örvar hið innra. Fyrir unglegt ytra borð og bestu virkni húðarinnar eru trefjakímfrumur sem er að finna í leðurhúð sérstaklega mikilvægar. Þessar frumur sjá um að flytja kollagen elastín og hýalýron til húðarinnar og styrkir þannig unglega húðina. Efnaskipti frumanna ganga hægar fyrir sig með aldrinum, sem þýðir skort á raka, það dregur úr teigjanleika og loks myndast hrukkur.

Hvaða bylgjulengdir eru notaðar við endurnýjun húðarinnar?

Endurnýjun húðar með notkun ljóss er áhrifaríkara ef mismunandi svæði litrófsins eru notuð samtímis. Hin svokallaða orkuljóstækni ”Energizing Light Technology” notar því mismunandi spennuvíddir frá 570 til u.þ.b. 850 nm.

Spennuvídd hvers litrófs hvarfast við lífsameindir og frumur í mörgum húðlögum þannig að lífjákvæð virkni þeirra bætir hvora aðra upp. Innrautt ljós nær dýpra í húðina en sýnilegt ljós og kemur þar af stað endurnýjun og lagfæringu.

beauty-angel-elt

Tafla: Útfjólublátt ljós (UV ljós) / sýnilegt ljós / innrautt ljós (IR ljós) / bylgjulengd (nm.) / virk bil Beauty-Angel ELT ljóss / breitt virkt róf frá 570 nm. allt að hámarki 850 nm.

Að hvaða leyti styðst þróun nýju tækjanna við vísindarannsóknir?

Í dag fyrirfinnast hundruð vísindarannsókna sem lýsa áhrifum langbylgjuljóss. Grunnur þess að þróa vél sem taka á alvarlega er að sjálfsögðu að fyrir liggi rannsóknir á vísindalegum forsendum.
Áhrif langbylgjuljóss hefur verið rannsakað í þaula áratugum saman, sem þýðir að við vitum í dag fyrir víst hver áhrif bylgjulegdar og spennivíddar eru. Við getum athugað fjölda gangverka á sviði fruma og lífsameinda. Þar að auki höfum við aðgang að fjöldanum öllum af klínískum rannsóknum sem gefa upplýsingar um það sem er sambærilegt og áhrif af langbylgjuljósi.

Hvers vegna er Beauty Angel öðruvísi en aðrar ljósameðferðir.

Í stað þess að nota valdar bylgjulengdir notar Beauty Angel breitt litróf. Einsleit litrófsdreifingin sem nær yfir mismunandi virkar spennuvíddir er sömuleiðis jafnsterk og náttúrulegt litróf ljóss. Hvorki vefir né frumur skemmast, þess í stað er virkni þeirra aukin og örvuð með varúð. Meðferðin er mild og algerlega hættulaus og því má beita ljósinu á stór svæði. Enginn hiti skapast og engar óæskilegar aukaverkanir. Þvert á móti hefur gullið ljósið jákvæð lífræn áhrif á allan líkamann fyrir utan snyrtifræðilegu áhrifin. Notendur tala ekki einungis um slökun, heldur einnig um jákvæð áhrif á skapferli. Notendum leið einfaldlega betur eftir að hafa notað ljósið.

Er hægt að hætta alveg klassískri snyrtimeðferð þegar Beauty Angel er notuð?

Nei, ekki alveg. Auðvitað er mögulegt að nota eingöngu ljósið. Áhrifaríkust er þó meðferð sem beitir bæði snyrtimeðferð og ljósum.
Snyrtivörur gefa húðinni mörg verðmæt efni. En áhrif þeirra eru oftast aðeins sjáanleg á ysta lagi húðarinnar og hún drekkur þau ekki að öllu leyti í sig. Ljósið örvar efnaskipti húðarinnar og eykur þar með gleypni hennar.
Húðsnyrtivörur geta því haft áhrif djúpt niður í húðina, þar sem þær hafa sérlega mikil áhrif.

Fylgstu með okkur á Facebook

Hafðu samband í síma 544-2422

Hér erum við!